Islenskuskolinn

Gå til indhold

Hoved menu:

 

Áríðandi

Móðurmálskennslan í Árósum.

2017-2018


Áríðandi skilaboð frá Íslendingaskólanum í Árósum.

Heil og sæl öll sömul.


Nú er sólin farin að hækka á lofti og vorið komið. Þegar þetta gerist er víst kominn tími til að innrita börnin í íslenskuna fyrir næsta skólaár(2017-2018). Skólarnir eiga að sjá um að láta börnin fá innritunareyðublöð í hendur, en reynslan hefur sýnt að það gerist oft ekki.  Af þeim orsökum sendi ég hér með innritunareyðublaðið til ykkar,(klikkaðu hér á þessa slóð) saman með bestu kveðjum.. Einnig er mögulegt fyrir þá sem búa utan Árósa að innrita börnin í kennsluna og hægt er að nálgast innritunareyðublaðið á sömu slóð og hér að ofan.


Hægt er að skila útfylltu innritunareyðublaði til skóla barnsins, til moe@mbu.aarhus.dk eða til mín magga@islenskuskolinn.dk  og ég kem því áleiðis í réttar hendur.


Endilega látið þetta fréttast til annarra Íslendinga hér í Árósum, svo sem flest börn verði skráð í kennsluna í vetur og þannig tryggjum við  áframhaldandi móðurmálskennslu í íslensku. Fresturinn rennur út þann 29.5.2017.Bestu kveðjur.

Margrét Þráinsdóttir
Simi. 26 76 16 25

Innritunareyðublað fyrir þá sem búa utan Árósa
 skólaárið 2017-2018
 
 
Tilbage til indhold | Retur til hoved menu